Umsögn um þingsályktunartillögu

Alþingi logoÍ dag skilaði Betra peningakerfi inn umsögn um tillögu til þingsályktunar um umbætur á fyrirkomulagi peningamyndunar til Alþingis. Tillagan var lögð fram af 11 þingmönnum 5 flokka á haustþingi.

Síðasti skiladagur umsagna er í dag og verður athyglisvert að sjá hverjir koma til með að senda inn og hvert efni þeirra verður, en þegar þingsályktunartillaga sambærilegs efnis var lögð fram árið 2012 bárust 15 áhugaverðar umsagnir. Við komum til með að fjalla nánar um málið á næstu dögum og vikum.

Umsögn okkar má finna hér.