Umræður um þjóðpeningakerfi á hollenska þinginu

State_coat_of_arms_of_the_Netherlands.svgHugmyndir um þjóðpeningakerfi hafa víða hlotið hljómgrunn og teygt sig m.a. inn á breska þingið, eru á leiðinni í þjóðaratkvæðagreiðslu í Sviss auk þess sem tvær þingsályktunartillögur hafa verið lagðar fyrir íslenska þingið. Þá er skammt að minnast skýrslu Frosta Sigurjónssonar sem hlaut verðskuldaða athygli.

Nýverið var svo fjallað um málið a hollenska þinginu, í kjölfar undirskriftasöfnunar sem OnsGeld, systursamtök okkar í Hollandi stóðu að ásamt hollenskum leikhópi. Fundurinn hófst á að fjórir fulltrúar Onsgeld kynntu hugmyndirnar í um 40 mínútur áður en þingmönnunum gafst færi á að spyrja fulltrúana spurninga. Þá gafst fulltrúum ING, hollenska seðlabankans og eftirlitsaðila hollenska fjármálamarkaðarins (Authority for the Financial Markets) færi á að tjá skoðanir sínar á málinu. Að lokum fóru fram líflegar umræður, sem sjá má hér að neðan. Myndbandið hefur verið textað á ensku. Hann má jafnframt finna í heild sinni hér.

Ítarlegar er fjallað um málið í frétt Positive Money.