Um átakið

Betra peningakerfi er yfirskrift átaks sem miðar að því að breyta tilhögun við útgáfu íslensku krónunnar og koma þannig á þjóðpeningakerfi á Íslandi.

Átakið felst í því að upplýsa um vanda núverandi peningakerfis og útskýra hverju þarf að breyta til að gera peningakerfið betra.

Á þessum vef er hægt að fræðast um hvað við stöndum fyrir, nálgast frekari upplýsingar um málið og leggja sitt af mörkum til þess að gera þjóðpeningakerfi að veruleika.

Átakið er rekið af ötulu sjálfboðaliðastarfi. Hér má finna frekari upplýsingar um aðstandendur átaksins.