Þrjár einfaldar breytingar

Þrjar einfaldar breytingar

Þegar við greiðum niður skuldir okkar við bankana gerir það öðrum erfiðara um vik að endurgreiða sínar skuldir.

Undanfarnar vikur höfum við birt myndbönd sem útskýra hvað peningar eru og hvernig peningakerfið leiðir af sér hátt fasteignaverð og vaxandi ójöfnuð. Í gegnum tíðina höfum við einnig fjallað um ókosti kerfisins á borð við:

  • Óþarflega há skuldsetning einkaaðila og opinberra aðila,
  • Óöryggi í greiðslumiðlunarkerfi,
  • Aukinn kostnaður skattgreiðenda,
  • Skakkir hvatar við ákvarðanir um aukningu/samdrátt í peningamagni,
  • Óþarflega miklar sveiflur í peningamagni með tilheyrandi verðbólgu, gengisfalli krónunnar og óstöðugleika

En hvað er hægt að gera til þess að ráða bót á þessu gallaða peningakerfi? Í þessu fjögurra mínútna myndbandi að fyrirmynd Positive Money setjum við fram tillögur í þremur liðum um hvernig unnt er að taka upp peningakerfi þar sem ofangreindir vankanntar eru ekki til staðar. Njótið og deilið!