Þingsályktunartillagan afgreidd af efnahags- og viðskiptanefnd

Althingi_logoÍ síðustu viku afgreiddi efnahags- og viðskiptanefnd þingsályktunartillögu sem lögð var fram fyrir réttu ári af 11 þingmönnum fimm þingflokka.

Í nefndaráliti kemur fram að 1. minni hluti nefndarinnar leggur til að tillagan verði samþykkt í eftirfarandi formi:

Alþingi ályktar að kjósa nefnd þingmanna til að vinna úttekt á fyrirkomulagi peninga­myndunar í landinu og gera tillögur að umbótum. Nefndin verði skipuð einum þingmanni frá hverjum þingflokki. Alþingi skal kjósa nefndina eigi síðar en 1. desember 2016. Skrifstofa Alþingis sjái nefndinni fyrir starfsaðstöðu, starfsmanni og nauðsynlegri sérfræðiaðstoð auk þess sem viðeigandi stofnanir hins opinbera verði nefndinni til ráðgjafar. Nefndin skili niður­stöðum sínum með skýrslu til Alþingis eigi síðar en tíu mánuðum eftir skipunardag.

Afar spennandi verður að fylgjast með hvort málið hljóti afgreiðslu og brautargengi nú á síðustu dögum þingsins.