Þingsályktun til úttektar á fyrirkomulagi peningamyndunar

Alþingi logoÍ september sl. var lögð fram þingsályktunarillaga ellefu þingmanna fimm þingflokka um umbætur á fyrirkomulagi peningamyndunar. Hún er svohljóðandi, auk greinargerðar.

“Alþingi ályktar að skipa nefnd þingmanna til að vinna úttekt á fyrirkomulagi peningamyndunar í landinu og gera tillögur að umbótum. Nefndin verði skipuð sex þingmönnum, einum frá hverjum þingflokki. Skrifstofa Alþingis sjái nefndinni fyrir starfsaðstöðu, starfsmanni og nauðsynlegri sérfræðiaðstoð auk þess sem viðeigandi stofnanir hins opinbera verði nefndinni til ráðgjafar. Nefndin skili niðurstöðum sínum með skýrslu til Alþingis eigi síðar en tíu mánuðum eftir skipunardag.”

Þetta er í annað sinn sem þingsályktunartillaga er lögð fyrir Alþingi um svipað efni, en Lilja Mósesdóttir gerði slíkt hið sama árið 2013. Ljóst er að meðbyrinn er meiri nú og verður spennandi að sjá hvort málið komist á dagskrá þingsins og framgöngu þess.

Hér má finna umfjöllun Positive Money um málið.