Tekist á um þjóðpeninga í Hollandi

whose_money_is_itNýverið stóðu samtökin Sustainable Finance Lab fyrir ráðstefnu í Amsterdam undir yfirskriftinni “Whose Money is it?”. Var velt upp spurningum á borð við: Hafa nægjanlegar breytingar verið gerðar á fjármálakerfinu frá hruni? Er peningaútgáfa í almannaþágu möguleg? Ef svo er, hvernig yrði peningaútgáfu í almannaþágu háttað og hverjar yrðu afleiðingarnar?

Frummælendur ráðstefnunnar voru Martin Wolf, aðalhagfræðingur Financial Times, Ben Dyson frá Positive Money og Klaas van Egmond frá háskólanum í Utrecht, sem hefur rannsakað kerfisbreytingarnar gaumgæfilega. Þá tóku þátt í pallborðsumræðum Arnoud Boot (prófessor við Háskólann í Amsterdam og formaður ráðgjafaráðs seðlabanka Hollands) Wim Boonstra (aðalhagfræðingur Rabobank) og Teunis Brosens (hagfræðingur hjá ING).

Sem fyrr talaði Martin einarðlega fyrir bættu peningakerfi, Arnoud Boot var mjög opinn fyrir kerfisbreytingum en Wim Boonstra og Teunis Brosens voru andvígir.

Umræðan um þjóðpeninga er orðin mjög þroskuð í Hollandi og mikill áhugi er á málinu sem sást á að um 200 manns sóttu fundinn, en aðgangseyrir var 15 Evrur. Ljóst er að umfjöllun Hollenska þingsins um málið og samþykki þess að senda málið til rannsóknarnefndar Hollenska þingsins, hefur haft veruleg áhrif. En nefndin mun skila af sér skýrslu um efnið á seinni hluta næsta árs og verður spennandi að sjá efni hennar.