Yrði ekki hætta á meiri verðbólgu?

Margir hafa áhyggjur af því að peningamagnsnefndin hefði tilhneygingu til of mikillar peningaprentunar og valdi þannig mikilli verðbólgu. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga að:

  • Peningamagnsnefndin mun ekki hafa hagsmuni af prentun nýrra peninga.
  • Peningamagnsnefndin hefur ekki úthlutunarvald yfir nýjum peningum og er því ekki í aðstöðu til þess að hygla tengdum aðilum.
  • Fulltrúar í Peningamagnsnefndinni verða lýðræðislega kjörnir og fullt gagnsæi í ákvörðunartöku hennar. Nái Peningamagnsnefndin ekki stöðugleikamarkmiðum sínum er eðlilegt að fulltrúum nefndarinnar verði skipt út.

Ávallt er hætta á að verðlag sveiflist samhliða breytingum í framboði og eftirspurn. Það er hins vegar ástæðulaust að óttast að heildarforðakerfið leiði af sér verðbólgu.

Þá er gott í þessu samhengi að hafa í huga að undir brotaforðakerfinu er hætta á of miklum peningamagnsvexti, þar sem bankarnir hafa hagsmuni af því að veita ný lán og auka þannig vaxtamun sinn. Afleiðing þessa er vöxtur í peningamagni með tilheyrandi verðbólgu.

Posted in: Þjóðpeningakerfi