Verður ekki hætta á sveiflukenndu vaxtastigi?

Sveiflur í vöxtum velta á peningastefnunni sem rekin yrði undir þjóðpeningakerfi. Peningamagnsnefndin gæti veitt peningalegt aðhald í gegnum vexti með því að halda peningamagni stöðugu og leyfa vöxtum að sveiflast í takt við eftirspurn eftir fjármagni. Peningamagnsnefndin gæti einnig farið þá leið að sveifla peningamagni hraðar í samræmi við breytingar í eftirspurn eftir peningum með það að markmiði að halda vaxtastigi stöðugu. Þá getur seðlabankinn beitt inngripum í formi endurkaupa á ríkisskuldabréfum og haft þannig dempandi áhrif á vaxtamarkaði.

Í lánveitingum bankanna og á skuldabréfamörkuðum munu menn bæta við vaxtaálagi í takt við lánshæfi lántakandans og skuldarans, líkt og í núverandi kerfi. Þegar skuldsetning er há sveiflast þetta vaxtaálag mikið, eins og þau ríki sem lent hafa í skuldavanda hafa fengið að reyna. Lægri skuldir undir þjóðpeningakerfi benda til þess að þetta vaxtaálag yrði lægra en í núverandi kerfi.

Posted in: Þjóðpeningakerfi