Verður ekki hætta á aukinni spillingu í nýju kerfi?

Hér ber að hafa í huga að samkvæmt þeim tillögum sem hér eru til umfjöllunar munu ákvarðanir um prentun nýrra peninga vera á höndum seðlabanka á meðan vald til útdeilingar nýrra peninga verður á höndum framkvæmdavaldsins á hverjum tíma. Vissulega væri hætta á misnotkun af hendi peningamagnsnefnd, þar sem fólk hefur alltaf ákveðna hagsmuni af þróuninni á fjármálamörkuðum, með beinum eða óbeinum hætti. Lágmarka má þessa hagsmunaárekstra með kröfum til viðkomandi aðila í lögum og reglum. Þá er vandséð að þessi hætta væri meiri heldur en í núverandi kerfi, þar sem seðlabankinn hefur afgerandi áhrif á vaxtamarkaði í gegnum stýrivaxtaákvarðanir.

Hvað varðar spillingu vegna valds til útdeilingar nýrra peninga verður þeim útdeilt í gegnum ríkisútgjöld með fjárlögum. Það er því jafn mikil hætta á spillingu af þessum þætti og í núverandi kerfi.

Posted in: Þjóðpeningakerfi