Væri endurupptaka gullfótarins ekki góð lausn á þeim vanda sem hér er fjallað um?

Gull og aðrir málmar hafa þjónað manninum vel sem gjaldmiðill í fortíðinni, þar sem gjaldmiðillinn var studdur með verðgildi málmsins. Gullfóturinn nefndist það úrræði að verð á gulli væri fast í viðkomandi gjaldmiðli. Þannig var ekki unnt að prenta of mikið af peningum, þar sem það hefði ollið verðhækkun á gulli. Gullfóturinn er því brotaforðakerfinu óviðkomandi, sem hér er til umfjöllunar.

Posted in: Aðrar tillögur til úrbóta