Væri ekki einfaldara og betra að nota gull sem gjaldmiðil?

Viðleitnin í þróun gjaldmiðla hefur sögulega miðast við að auðvelda viðskipti. Að fara úr rafrænni greiðslumynt yfir í gull yrði skref aftur á bak hvað þetta varðar.

Einnig er mikilvægt að átta sig á afleiðingunum fyrir verðlag í kerfi þar sem gull er gjaldmiðill. Ekki er mögulegt að stýra framboði á gulli, en það er m.a. háð aðgengi að málminum úr jörðu. Eftirspurnin eftir gulli er sveiflukennd sem hefur í för með sér verulegar verðsveiflur á gulli. Í kerfi þar sem gull er gjaldmiðill hefur verðhækkun á gulli áhrif til verðhjöðnunar, þar sem hver únsa af gulli myndi kaupa meira mikið af vöru og þjónustu eftir verðhækkanirnar. Verðlækkun hefði hins vegar áhrif til verðbólgu. Því myndi verðlag sveiflast með verðgildi gulls, án þess að unnt væri að hafa neina stjórn á þeirri þróun með stýringu á peningamagni eða vöxtum. En verðstöðugleiki er eitt af meginviðfangsefnum peningamálafræða og því teljum við afturhvarf til gulls ekki æskilega þróun.

Þá má einnig leiða líkum að því að verð á gulli hækki nokkuð ef gull yrði nýtt sem gjaldmiðill í heiminum. Þetta gæti ollið því að öfugt við kreppuárin eftir stríð þar sem fólk þurfti hjólbörur undir peningana til að kaupa mjólk þá gæti afgreiðslulmaðurinn þurft smásjá til að taka við mjólkurgreiðslunni í framtíðinni.

Posted in: Aðrar tillögur til úrbóta