Getur lausnin ekki verið fólgin í mótvægisgjaldmiðlum (e. alternative currencies)?

Víðsvegar um heim hafa verið sett á fót viðskiptakerfi þar sem aðrar einingar en gjaldmiðill viðkomandi lands er notaður í viðskiptunum. Viðkomandi einingar eru ekki skapaðar gegn skuldbindingu, líkt og gert er með vestræna gjaldmiðla. Dæmi um þetta á Íslandi er Viðskiptanetið, þar sem ekki er notast við krónuna í viðskiptum.

Enginn mótvægisgjaldmiðill hefur hins vegar náð verulegri stærð í samhengi við peningamagn viðkomandi þjóðar. WIR gjaldmiðillinn í Swiss, sem er einna vinsælastur er t.a.m. undir 1% af peninamagni. Þetta er þrátt fyrir að mótvægisgjaldmiðlar eru almennt gefnir út skuldlaust. Ástæða þess að mótvægisgjaldmiðlar ná ekki meiri útbreiðslu en raun ber vitni er að miklu leyti að ríkið samþykkir þá ekki við greiðslu skatta. Í því ljósi er nokkurt óhagræði af því að nota viðbótargjaldmiðlana í viðskiptum. Þá flækir það viðskipti að vera með marga gjaldmiðla og því heldur flest fólk sig við þann gjaldmiðil sem er almennt samþykktur og erfitt er um vik að ná mikilli útbreiðslu annarra gjaldmiðla.

Posted in: Aðrar tillögur til úrbóta