Eru einhver fordæmi um önnur peningakerfi?

Það má segja að fram til ársins 1600 hafi peningaútgáfa verið skuldlaus.

Það var í raun ólöglegt fyrir banka að lána út innstæður sem áttu að vera aðgengilegar eigendum. Bankar máttu aðeins lána út bundin innlán. Þetta breyttist í Englandi árið 1666 og bönkum var leyft að lána út lausar innstæður. Það gaf þeim möguleika á meiri gróða en skapaði hættu á greiðsluþroti ef of margir vildu taka út peninga samtímis.

Rómverskir keisarar gáfu sjálfir út mynt, sem var úr verðlitlum málmi, en fengu hana ekki að láni frá bönkum eins og nú tíðkast. Þetta gekk vel í mörg hundruð ár en Rómarveldi hnignaði ört þegar einkaaðilar fóru að gefa út silfur og gullpeninga.

Á Guernsey, hafa stjórnvöld gefið út eigin mynt síðan 1820 til að fjármagna framkvæmdir án skuldar á tímum mikilla erfiðleika og atvinnuleysis. Þessi myntslátta er til viðbótar við þau bresku pund sem annars eru í notkun. Árangurinn hefur verið frábær. Íbúar Guernsey hafa þrátt fyrir fremur litlar auðlindir búið við góð lífskjör, lága skatta og litla verðbólgu.

Posted in: Þjóðpeningakerfi