Spurningar til stjórnmálaflokkana

Althingi_logoNú styttist í kosningar og flokkarnir að kynna málefnastöðu sína. Til þess að kynnast stefnu þeirra varðandi peningaútgáfu sendum við eftirfarandi spurningar til flokkanna sem eru í framboði til Alþingis.

Gott kvöld,

Betra peningakerfi eru óháð félagasamtök sem tala fyrir því að vald viðskiptabanka til útgáfu rafrænna peninga í formi innlána verði fært opinberum aðila, svo sem seðlabanka. Þessi breyting felur í sér að nýir peningar verða settir í umferð í gegnum ríkisútgjöld. Þannig njóti þjóðin öll ávinnings af útgáfu nýrra peninga og peningamagn í umferð verður ákveðið með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi í stað hagsmuna bankanna. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu samtakanna, https://betrapeningakerfi.is/.

Mikill áhugi er meðal félagsmanna okkar á stefnu ykkar varðandi peningaútgáfu. Því langar okkur til að leggja fyrir ykkur eftirfarandi spurningar.
1. Hver er stefna flokksins varðandi peningaútgáfu?
2. Hafa frambjóðendur flokksins kynnt sér aðra kosti varðandi peningaútgáfu?
3. Stefnir flokkurinn að því að kanna aðra kosti varðandi peningaútgáfu á kjörtímabilinu?
4. Myndi flokkurinn styðja tillögu þess efnis að kanna aðra kosti varðandi peningaútgáfu, kæmi hún fram á kjörtímabilinu?

Svör óskast í síðasta lagi mánudaginn 24. október og verða þau birt á heimasíðu okkar fyrir alþingiskosningar.

Fyrir hönd Betra peningakerfis,
Loftur Már Sigurðsson og Sigurvin Bárður Sigurjónsson

Svör eru þegar tekin að berast og hlökkum við til að birta svör flokkanna.