Smeyginsgull og íslenska bankakerfið

SmeyginnÞað væri óheppilegt fyrir efnahag Miðgarðs komist Smeyginsgullið í umferð, eins og greiningardeild Arion banka fjallaði um í dag. Eins gott að viðlíka sveiflur í peningamagni okkar heima eigi sér ekki stað.

En bíðum nú við. Hvernig hefur þróun peningamagns verið undanfarið á Íslandi? Raunin er sú að peningamagnið fimmfaldaðist á fimm árum í aðdraganda hrunsins. Eins og við þekkjum var ástæðan vilji bankanna til útlána og þ.a.l. peningasköpunar í þágu eigin (skammtíma) hagsmuna.

Hér skal ekki fullyrt hvort Smeyginsgullið myndi jafna peningamagnsaukninguna á Íslandi, en við skulum allavega vona að Miðgarður þurfi ekki að upplifa viðlíka sveiflur í peningamagni og þegnar Íslands máttu þola.

Peningamagn frá 1994