Skuldlaus peningaútgáfa rædd á Evrópuþinginu

qe4p_1Miðvikudaginn 17. febrúar 2016 var haldin athyglisverð ráðstefna á Evrópuþinginu undir yfirskriftinni „magnbundin íhlutun í þágu almennings“ (e. Quantitative Easing For the People). Ráðstefnan var í boði Evrópuþingmannanna Molly Scott Cato, Paul Tang, og Fabio De Masi. Aðrir þáttakendur í pallborði voru:

  • Richard Werner, prófessor við Háskólann í Southampton,
  • Eric Lonergan, vogunarsjóðsstjóri hjá M&G,
  • Frances Coppola, dálkahöfundur,
  • Frédéric Boccara, ráðgjafi frönsku ríkisstjórnarinnar og
  • Frank van Lerven, sérfræðingur hjá Positive Money

Árangurinn af hefðbundinni magnbundinni íhlutun (e. Quantitative Easing) hefur að margra áliti verið afar takmarkaður síðastliðin ár í Evrópu, en aðgerðirnar fela í sér útgáfu nýrra peninga (grunnfjár) seðlabanka sem veitt er inn á fjármálamarkaði með skuldabréfakaupum. Magnbundin íhlutun í þágu almennings felur hins vegar í sér skuldlausa peningaútgáfu seðlabankans. Þannig mynda peningarnir aukið eigið fé heimila og fyrirtækja í stað skulda líkt og reglan er í núverandi peningakerfi og undangengnum hefðbundnum magnbundnum íhlutunum seðlabanka heimsins.

Mjög gaman er að sjá að umræðan um skuldlausrar peningaútgáfu er komin á skrið á meðal evrópuþingmanna. Væntanlega er þetta aðeins byrjunin.

Eric Lonergan er einn af helstu talsmönnum skuldlausrar peningaútgáfu og vill dreifa þeim án endurgjalds (e. Helicopter Money). Hann rökstuddi afstöðu sína í eftirfarandi viðtali í kjölfar ráðstefnunnar.