Óhóflega áhættusamar fjárfestingar

Robert E. Krainer

Robert E. Krainer, prófessor við viðskiptaháskólann í Wisconsin-Madison, hélt sl. föstudag erindi á málstofu í Seðlabanka Íslands um rannsókn sína á brotaforðakerfinu og samanburð við heildarforðakerfi (full reserve banking). Krainer kemst m.a. að þeirri niðurstöðu að fjárfestingar undir brotaforðakerfi séu óhóflega áhættusamar og ekki pareto-hagkvæmar. Þá hafi þetta í för með sér dýpri hagsveiflur en ella.

Krainer er því enn einn fræðimaðurinn sem kemst að þeirri niðurstöðu að núverandi peningakerfi sé óheppilegt fyrir nútíma hagkerfi.

Hér má nálgast kynningu Krainer.

Hér má nálgast rannsókn Krainer.