Prinsar Jensins

The Princes of YenFramleiðendur 97% Owned, heimildarmyndar um umbætur í peningakerfinu, hafa gefið út nýja og áhugaverða mynd, Prinsa Jensins (e. Princes of the Yen). Myndin fjallar um völd seðlabanka heimsins og umbreytingar hagkerfa, byggt á samnefndri bók eftir prófessor Richard Werner, eins af ráðgjöfum Positive Money.

“Heillandi sýn á þörfina fyrir dýpri og almennari skilning á áhrif peninga á heiminn sem við lifum í.”

Ben Dyson – Stofnandi Positive Money og meðhöfundur Modernising Money.

Richard Werner starfaði við rannsóknir (visiting researcher) hjá Japansbanka (Bank of Japan) í falli bankakerfisins á tíunda áratugnum þegar hlutabréfamarkaðir landsins féllu um 80% og húsnæðisverð um 84%.

Myndin afhjúpar raunverulega orsök þessa sveiflukennda tímabils í japanskri sögu og leiðir myndin líkur að því að atburðirnir í Japan geti endurtekið sig í Evrópu.

Við mælum óhikað með þessari mynd fyrir þá sem vilja kynna sér þróun heimshagkerfanna út frá sjónarhorni peningakerfa.