Peningakerfið og neikvætt sjóðstreymi banka

Asgeir TorfasonÍ Morgunblaðinu í dag var áhugaverð umfjöllun um doktorsritgerð Ásgeirs Brynjars Torfasonar, þar sem hann fjallar um sjóðstreymi í bönkum.  Þar segir meðal annars:

Könnun Ásgeirs á ársreikningum átta stærstu banka Norðurlandanna leiddi í ljós að fjórir stærstu bankar Svíðþjóðar voru með neikvætt sjóðstreymi frá rekstri í átta ár af tíu. “Þrátt fyrir það gátu þeir alltaf fjármangað sig og enginn gerði athugasemdir við þetta.”

Ásgeir bendir á að geta bankanna til þess að vera með neikvætt sjóðsstreymi frá rekstri felist í peningasköpun þeirra:

“Bankar þurfa ekki að taka við sparnaði til að veita lán, heldur geta þeir einfaldlega lánað út nýja peninga gegn skuldabréfi sem myndar innstæðu á reikningi lántakandans.” Skuldabréfið skapi eign á efnahagsreikningi bankans þar sem um sé að ræða skuld við bankann, innstæða lántakandans sé skuld bankans á móti. “Þetta felur í sér að enginn sparifjáreigandi hafi fyrst þurft að leggja inn peninga til hliðar fyrir láninu.” Ásgeir segir þessa staðreynd útskýra hvers vegna bankar geti verið með langvarandi neikvætt sjóðsstreymi frá rekstri. 

Gaman að sjá þennan vinkil Ásgeirs á peningakerfið sem undirstrikar enn og aftur veikleika þess.