Ójöfnuður

Ójöfnuður

Með því að lána nýja peninga í umferð tryggja bankarnir sér leigu fyrir peningamagnið í formi vaxtagreiðslna. Vaxtagreiðslurnar leggjast þyngst á herðar þeirra sem bera hæstar skuldirnar og þær renna til fjármagnseigenda, bankanna og eigenda þeirra. Þannig ýtir peningakerfið undir efnahagslegan ójöfnuð. Í stað þess að brauðmolar hrjóti af borðum bankanna til efnaminni einstaklinga, í anda þess sem kallað hefur verið lekahagfræði (e. trickle down economics), soga bankarnir til sín auð frá efnaminni einstaklingum.

Í þessu myndbandi, sem við unnum að fyrirmynd Positive Money, er því lýst með skýrum hættihvernig þetta gerist. Njótið og deilið!