Meirihluti er fyrir þjóðpeningum skv. skoðanakönnun 20 landa

Nýlega voru birtar niðurstöður mjög athyglisverðrar skoðunarkönnunar sem framkvæmd var í desember 2013 og janúar 2014 og náði til yfir 23.000 manns í 20 löndum (sem mynda 75% heimsframleiðslunnar). Í henni var spurt:

  1. Hver telur þú að hafi gefið út 95% peningamagns í umferð?
  2. Hver telur þú að ætti að gefa út peningana?

Eftirfarandi eru niðurstöður könnunarinnar.
nidurstodur_skodunarkonnunar

Aðeins einn af hverjum fimm sagði viðskiptabanka gefa út peningamagnið. Hins vegar telja aðeins einn af hverjum átta (13%) að viðskiptabankarnir ættu að gefa út peningamagnið, á meðan 59% að hið opinbera (seðlabanki eða ríkið) ætti að gera það.

Í ýtarlegri umfjöllun um skoðunarkönnunina og niðurstöður hennar er fjallað um þekkingu á málefninu eftir búsetu og atvinnugreinum. Þar kemur fram að aðeins þekking á málinu er aðeins lítillega meiri meðal þeirra sem starfa við fjármálaþjónustu á vesturlöndum, þar sem 26% vita að viðskiptabankar gefa út meginhluta peningamagnsins. 33% þeirra telja seðlabanka gefa út peningana og 16% að ríkið geri það.

Martin Wolf, aðalhagfræðingur Financial Times lét hafa eftir sér í tilefni af skoðunarkönnuninni:

Skilyrði upplýstrar umræðu um framtíð peningakerfisins er að almenningur skilji virkni þess. Rannsóknin sýnir að aðeins lítill hluti gerir það. Hún sýnir einnig að þegar fólk þekkir hið rétta, líkar flestum það ekki.

Skoðanakönnunin var framkvæmd af GlocalitiesThe Sustainable Finance Lab og Motivaction náði til 23.618 manns og voru tekin úrtök úr aldursbilinu 18 til 65 í hverju landi. Könnunin náði til Ástralíu, Bandaríkjanna, Belgíu, Brasilíu, Bretlands, Frakklands, Hollands, Indlands, Ítalíu, Japan, Kanada, Kína, Mexíkó, Póllands, Rússlands, Spánar, Suður Afríku, Suður Kóreu, Tyrklands og Þýskalands. Var skoðunarkönnunin framkvæmd á 12 tungumálum. Hún var birt á ráðstefnu Sustainable Finance Lab 22. nóvember síðastliðinn.