Hvað segja erlendir miðlar um skýrslu Frosta?

financial_times_logoUndanfarið hafa birst fjölmargar umfjallanir um skýrslu Frosta Sigurjónssonar í fjölmiðlum á borð við Financial Times og The Economist. Í mörgum tilfellum er skýrslunni tekið fagnandi og opnað á frekari greiningu.

Hagfræðingur hjá RBS lét hafa eftir sér:

„Lykilhugmyndin er nýtt þjóðpeningakerfi, þar sem aðeins Seðlabankinn sér um peningasköpun. Hugmyndin gengur upp… Aðskilnaður peningasköpunar og hvernig nýir peningar eru nýttir getur virkað sem vörn gegn of mikilli skuldasköpun og um leið minnkað hvata viðskiptabanka til að skapa of mikið af skuldum í þágu eigin hagnaðar… Hugmynd Íslands er þess virði að kanna nánar.“

Adair Turner, fyrrverandi stjórnarformaður Breska fjármálaeftirlitisins (FSA), skrifaði:

“Skýrslan leggur til róttæka kerfisbreytingu sem lausn á vandanum sem við blasir. Ræða þarf fýsileika og kosti þeirrar lausnar. En hver sem niðurstaðan verður á endanum, verður hún að byggjast á þeim viðhorfum sem birtist í þessari skýrslu – að peningamyndun er of mikilvæg til að láta bankamenn eina um það verkefni.”

Financial Times:

“Eftir að hafa horfið frá því að losa sig við gjaldmiðilinn sinn veltir ríkisstjórnin í Reykjavík nú fyrir sér algjöru banni bankanna til þess að gefa út nýjar krónur þegar þeir veita lán… Á undanförnum árum hafa skandinavískir seðlabankamenn sýnt sama óttaleysi gagnvart nýjum valkostum og knúði norræn skip um víða veröld. Í þessum anda ætti Reykjavík að gefa þjóðpeningakerfinu tækifæri. Þjóðir mun stærri og sterkari en Ísland hafa átt í vandræðum með öfgar í fjármálalífinu með vanalegum úrræðum. Samhliða því að sýna öðrum þjóðum mögulega leið áfram, með því að láta til skarar skríða gegn brotaforðakerfinu gætu Íslendingar náð stjórn á efnahagslegri framtíð sinni.“

The EconomistThe Economist ritar:

“Ef vel tekst til gæti reynsla Íslands reynst mikilvægt fordæmi fyrir hnattrænar breytingar á peningakerfinu.

Fyrir hönd FT Alphaville, Matthew Klein:

“Áætlun Frosta fyrir Ísland er heillandi byrjun sem vonandi mun leiða til frekari umræðu um framtíð fjármálakerfisins. Ef kerfið yrði innleitt myndi það auka getu seðlabankans til þess að koma á stöðugleika í neyslu án þess að raska samsetningu hagrænna umsvifa.”

the-telegraph-logoThe Telegraph fullyrðir:

“Ríkisstjórn Íslands veltir nú upp byltingakenndum tillögum um peningamál – að fjarlægja vald viðskiptabanka til þess að búa til peninga og færa það seðlabankanum. Tillagan, sem yrði viðsnúningur í sögu nútíma fjármála… Lykilhugmyndin er hið nýja þjóðpeningakerfi, þar sem aðeins seðlabankinn er ábyrgur fyrir peningasköpun. Hugmyndin er rökrétt… að aðskilja valdið til peningasköpunar og úthlutunar peninga myndi standa vörð gegn óhóflegri peningasköpun og minnka hvata viðskiptabankanna til þess að skapa meiri skuldir í þágu eigin hagsmuna… Tillaga Íslands er þess virði að kanna.”

Reuters_logoEdward Hadas hjá Reuters ritaði:

“Áætlun Frosta er mögulegur leiðarvísir fyrir betra bankakerfi og Ísland er góður staður til að byrja á. Þjóðin gæti verið nægjanlega gröm til þess að reyna eitthvað nýtt og hið alþjóðlega og valdamikla bankakerfi myndi líklega umbera tilraun í þessu litla landi.”

Það er því ljóst að umræðan er víða mjög jákvæð og opin gagnvart hugmyndum um þjóðpeningakerfi. Fleiri hafa opinn hug gagnvart hugmyndunum og þekkingin á málefninu eykst hratt. Meðbyrinn er tilfinnanlegur og erum við þess fullviss að svo verði áfram.