Hvað eru peningar?

Virðist einföld spurning, en látið ekki blekkjast.

Öll notum við þá dags daglega. Við leggjum hart að okkur til að afla þeirra. Stjórnmál snúast að miklu leyti um þá og fréttatímar eru oft undirlagðir málefnum sem byggja á þeim. En hvað eru peningar? Hvaðan koma þeir, hvernig eru þeir búnir til og fara þeir virkilega aftur úr umferð?

Í þessu 3ja mínútna myndbandi er þessum spurningum svarað með skýrum og einföldum hætti. Svörin eru í samræmi við lýsingu Englandsbanka sem leiðréttir “algengan misskilning” um ólík hlutverk banka og seðlabanka í peningasköpun og segir banka ekki vera milligönguaðila sem lána út innistæður sparifjáreigenda, né margfaldi bankar peninga sem seðlabanki hefur skapað. Bankar skapi einfaldlega peninga í formi innstæðna, þegar þeir veita lán.