Huber svarar gagnrýni

Joseph HuberEftir því sem hugmyndir Positive Money o.fl. um breytingar á peningakerfinu hafa hlotið aukinn hljómgrunn hafa hagfræðingar og aðrir sérfræðingar fundið sig knúna til þess að opinbera skoðanir sínar á málefninu. Eins og oft vill verða þegar nýjar hugmyndir eru settar fram hafa ekki allir tök á að kynna sér málin í þaula áður en haldið er út á ritvöllinn. Prófessor Joseph Huber hefur nú ritað grein undir yfirskriftinni “Sovereign Money in Critical Context” þar sem farið er ítarlega yfir algengan misskilning og helstu gagnrýni á það sem hann kallar fullveldismynt (e. sovereign money). Skyldulesning fyrir efasemdamenn.

Hér má svo nálgast umfjöllun Positive Money um greinina.