FT: “Skuldasöfnun vesturlanda er hin raunverulega orsök magnbundinnar íhlutunar”

financial_times_logoAnnars lagið hitta blaðamenn naglann á höfuðið varðandi skuldavandann.

Nýleg grein Gillian Tett í Financial Times undir yfirskriftinni “Skuldasöfnun vesturlanda er hin raunverulega orsök magnbundinnar íhlutunar” (e. West’s debt explosion is real story behind Fed QE dance) afhjúpar grundvöll skuldavandans og af hverju það er blekking að halda því fram að fjármálamarkaðirnir hafi verið endurlífgaðir og hagkerfinu komið í eðlilegt horf á ný. 

Eins og Adair Turner, fyrrverandi stjórnarformaður breska Fjámálaeftirlitsins, hefur sagt sænskum og breskum hagfræðingum í ræðu sinni er hin raunverulega saga á bak við nýlega atburði í fjármálasögunni – sama hvort við horfum til magnbundinnar íhlutunar (e. Quantitative Easing) og afleiðinga hennar eða hrun Lehman Brothers fyrir fimm árum – er að vestræn hagkerfi eru orðin háð hækkandi skuldum.

Þar til þetta ástand breytist er það blekking að halda því fram að einhver hafi raunverulega “lagfært” fjármálakerfið með nýlegum aðgerðum, eða skapað raunverulega heilbrigðan hagvöxt.

Þá fjallar greinarhöfundur um það sem Betra peningakerfi, Positive Money og sambærileg samtök hafa verið að benda á að “hagfræðibækur halda því fram að tilgangur banka sé að “safna innlánum frá sparifjáreigendum til þess að veita fjárfestum lán” … og “lána fyrst og fremst fyrirtækjum og frumkvöðlum til þess að fjármagna fjárfestingarverkefni”.

Þessi lýsing er hins vegar blekking, að sögn Adair Turner. Þetta er hins vegar þekkt innan raða þeirra sem tala fyrir breytttu peningakerfi og talsmenn heildarforðakerfisins þekkja vel.

Fleiri greinar hafa birst í Financial Times sem fjalla með raunsönnum hætti um hvernig bankakerfið virkar, s.s. Pre-school lessons for the bankers

Samantektin er þýdd af vef Positive Money. Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig fyrir reynsluáskrift að www.ft.com til þess að unnt sé að opna ofangreindar greinar.