Fróðleikur

Bækur og lesefni til niðurhals

The Chicago Plan Revisited – IMF working paper – Benes og Kumhof – Febrúar 2013

Höfundarnir eru hagfræðingar í haglíkanadeild Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þeir rannsökuðu áhrif þess að peningakerfi Bandaríkjanna yrði breytt til samræmis við tillögur Irving Fisher frá 1933.  Niðurstaðan er sú að árangur væri jafn vel betri en Irving Fisher hafði þorað að vona. Það er óhætt að mæla með fyrstu 20 blaðsíðum ritsins þar sem tillögur Fishers, oft nefndar “the Chicago Plan” eru skýrðar á aðgengilegan hátt.

Creating New Money – A Monetary Reform for the Information Age – Huber og Robertson – Júní 2000

Hér er fjallað um galla núverandi peningakerfis og hvernig megi færa það til betri vegar. Höfundar byggja á hugmyndum Irving Fisher frá 1933 en aðlaga þær miðað við þá þróun sem hefur orðið í rekstri banka.

The Lost Science of Money – The Mythology of Money, The Story of Power – Zarlenga – Desember 2002

Hér rekur Zarlenga sögu peninganna eins langt aftur og heimildir ná og fram til nútímans. Það kemur á óvart hve gríðarlegt stórt hlutverk peningar og peningavaldið hefur haft á helstu atburði mannkynssögunnar.

Creating Sovereign Monetary System – Positive Money – Andrew Jackson og Ben Dyson – Júlí 2014

Positive Money eru samtök sem vinna að endurbótum á peningakerfinu þar í landi. Í þessum bæklingi er því lýst á mannamáli, hvernig flytja megi peningavaldið úr höndum bankana og koma því fyrir í stofnun sem vinnur að þjóðhagslegum markmiðum. Byggt er á hugmyndum Irving Fisher frá 1933 og bók Huber og Robertsson frá 2000. Mjög gott yfirlit og aðgengilegt.

Inngangur að þjóðpeningakerfi – Betra Peningakerfi – Apríl 2015

Einblöðungur sem skýrir vandamál brotaforðakerfisins og hvernig heildarforðakerfi getur leyst úr þeim. Prentið endilega út nokkur eintök og látið liggja á kaffistofum, biðstofum o.sv.frv.

Samanburður á brotaforða og þjóðpeningum – Betra peningakerfi

Þessi einblöðungur sem ber saman virkni og afleiðingar núverandi brotaforðakerfis og þjóðpeningakerfis lið fyrir lið.

Vefsíður um sama efni frá öðrum löndum

International Movement for Monetary Reform – Alþjóðasamtök félaga sem tala fyrir breytingum á hvernig peningar eru skapaðir svo þeir þjóni þjóðfélaginu betur.

Joseph Huber heldur úti vefsíðunni sovereignmoney.eu, þar sem fjallað er um peningakerfið og umbætur á því á fræðilegum nótum.

Austurríki: Banken in die Shranken

Bandaríkin: American Monetary InstituteReal Money Economics og Centre for Progressive Economics

Bretland: Positive Money

Danmörk: Gode Penge

Finnland: Talousdemokratia

Frakkland: Monnaie Honnete

Holland: Ons Geld

Írland: Sensible money

Ísrael

Króatía: Budućnost Novca

Nýja Sjáland: Positive Money NZ

Sviss: Vollgeld

Svíþjóð: Positiva Pengar

Þýskaland: Monetative

Íslenskar vefsíður

Icelandic Financial Reform Initiative (IFRI) – Starfshópur um úrbætur á íslensku fjármálakerfi