Englandsbanki birtir mikilvæga rannsókn um rafræna peninga

Kennimerki EnglandsbankaEnglandsbanki birti í síðastliðinni viku rannsóknarritgerð (Working paper) John Barrdear og Michael Kumhof, hagfræðinga bankans. Þetta tímamótarit lýsir rannsókn hagfræðinganna á afleiðingum þess að seðlabanki gefi út rafræna peninga (e. digital currency) sem aðgengilegir yrðu almenningi. Fólk og fyrirtæki hefðu því annan valkost en að nota innlán viðskiptabanka sem rafrænan greiðslumiðil.

Ritgerðin byggir á haglíkani (DSGE) þar sem hver sem er getur átt rafræna peninga hjá seðlabankanum, áhættulaust, sem valkost gagnvart innlánum í banka (sköpuð af bönkum). Þó rannsóknin gangi út frá að seðlabankinn gefi út rafræna peninga er gert ráð fyrir að viðskiptabankar geri það einnig.

Byggt á haglíkani sínu komast Barrdear og Kumhof að þeirri niðurstöðu að slík kerfisbreyting:

  • Myndi auka þjóðarframleiðslu um u.þ.b. 3%, vegna lægri raunvaxta, minni bjögun í sköttum (distortionary tax rates) og í lægri viðskiptakostnaðar.
  • Gæti veitt seðlabanka annað hagstjórnartæki til þess að koma á auknum stöðugleika í hagkerfinu.
  • Gæti aukið fjármálastöðugleika.

Það er því ljóst að rannsóknin felur í sér kærkomið lóð á vogarskálarnar í umræðunni um innleiðingu betra peningakerfis.

Lesa ritgerð John Barrdear og Michael Kumhof

Frétt Positive Money um málið