Prinsar Jensins

The Princes of YenFramleiðendur 97% Owned, heimildarmyndar um umbætur í peningakerfinu, hafa gefið út nýja og áhugaverða mynd, Prinsa Jensins (e. Princes of the Yen). Myndin fjallar um völd seðlabanka heimsins og umbreytingar hagkerfa, byggt á samnefndri bók eftir prófessor Richard Werner, eins af ráðgjöfum Positive Money.

“Heillandi sýn á þörfina fyrir dýpri og almennari skilning á áhrif peninga á heiminn sem við lifum í.”

Ben Dyson – Stofnandi Positive Money og meðhöfundur Modernising Money.

Richard Werner starfaði við rannsóknir (visiting researcher) hjá Japansbanka (Bank of Japan) í falli bankakerfisins á tíunda áratugnum þegar hlutabréfamarkaðir landsins féllu um 80% og húsnæðisverð um 84%.

Myndin afhjúpar raunverulega orsök þessa sveiflukennda tímabils í japanskri sögu og leiðir myndin líkur að því að atburðirnir í Japan geti endurtekið sig í Evrópu.

Við mælum óhikað með þessari mynd fyrir þá sem vilja kynna sér þróun heimshagkerfanna út frá sjónarhorni peningakerfa.

Þrjár einfaldar breytingar

Þrjar einfaldar breytingar

Þegar við greiðum niður skuldir okkar við bankana gerir það öðrum erfiðara um vik að endurgreiða sínar skuldir.

Undanfarnar vikur höfum við birt myndbönd sem útskýra hvað peningar eru og hvernig peningakerfið leiðir af sér hátt fasteignaverð og vaxandi ójöfnuð. Í gegnum tíðina höfum við einnig fjallað um ókosti kerfisins á borð við:

  • Óþarflega há skuldsetning einkaaðila og opinberra aðila,
  • Óöryggi í greiðslumiðlunarkerfi,
  • Aukinn kostnaður skattgreiðenda,
  • Skakkir hvatar við ákvarðanir um aukningu/samdrátt í peningamagni,
  • Óþarflega miklar sveiflur í peningamagni með tilheyrandi verðbólgu, gengisfalli krónunnar og óstöðugleika

En hvað er hægt að gera til þess að ráða bót á þessu gallaða peningakerfi? Í þessu fjögurra mínútna myndbandi að fyrirmynd Positive Money setjum við fram tillögur í þremur liðum um hvernig unnt er að taka upp peningakerfi þar sem ofangreindir vankanntar eru ekki til staðar. Njótið og deilið!

 

Ójöfnuður

Ójöfnuður

Með því að lána nýja peninga í umferð tryggja bankarnir sér leigu fyrir peningamagnið í formi vaxtagreiðslna. Vaxtagreiðslurnar leggjast þyngst á herðar þeirra sem bera hæstar skuldirnar og þær renna til fjármagnseigenda, bankanna og eigenda þeirra. Þannig ýtir peningakerfið undir efnahagslegan ójöfnuð. Í stað þess að brauðmolar hrjóti af borðum bankanna til efnaminni einstaklinga, í anda þess sem kallað hefur verið lekahagfræði (e. trickle down economics), soga bankarnir til sín auð frá efnaminni einstaklingum.

Í þessu myndbandi, sem við unnum að fyrirmynd Positive Money, er því lýst með skýrum hættihvernig þetta gerist. Njótið og deilið!

 

Af hverju er fasteignaverðið svona hátt?

FasteignaverðFasteignaverð er aftur komið í hækkunarfasa. Margir álíta það jákvætt, þar sem það styrkir efnahag og lánshæfi fjölskyldna og fyrirtækja í landinu. Hins vegar er það svo að margir hafa ekki lengur ráð á fullnægjandi húsnæði. Hvort sem horft er til leigu- eða kaupmarkaðar. En hvað ætli knýji fasteignaverð svona upp á við? Hverjir hagnast á endanum á háu fasteignaverði? Er engin leið til þess að breyta þessu?

Í þessu 2ja mínútna myndbandi er þessum spurningum svarað og rökstutt hvers vegna breytt peningakerfi leiðir af sér heilbrigðari fasteignamarkað þar sem fleiri hafa ráð á hentugu húsnæði.

 

Hvað eru peningar?

Virðist einföld spurning, en látið ekki blekkjast.

Öll notum við þá dags daglega. Við leggjum hart að okkur til að afla þeirra. Stjórnmál snúast að miklu leyti um þá og fréttatímar eru oft undirlagðir málefnum sem byggja á þeim. En hvað eru peningar? Hvaðan koma þeir, hvernig eru þeir búnir til og fara þeir virkilega aftur úr umferð?

Í þessu 3ja mínútna myndbandi er þessum spurningum svarað með skýrum og einföldum hætti. Svörin eru í samræmi við lýsingu Englandsbanka sem leiðréttir “algengan misskilning” um ólík hlutverk banka og seðlabanka í peningasköpun og segir banka ekki vera milligönguaðila sem lána út innistæður sparifjáreigenda, né margfaldi bankar peninga sem seðlabanki hefur skapað. Bankar skapi einfaldlega peninga í formi innstæðna, þegar þeir veita lán.

Vaxa peningar á trjánum?

Does Money Grow On TreesHaldin var ráðstefnan “Vaxa peningar á trjánum?” í sal Stofnunar löggiltra bókara í London þann 9. september síðastliðinn. Ráðstefnan var mjög vel heppnuð, enda hópur framsögumanna vel skipaður:

Eftirfarandi er ræða Martin Wolf, þar sem hann var skorinorður í garð stuðnings við Positive Money (32 mínútur):

Þá hafa verið birtar pallborðsumræður ráðstefnunnar, þar sem Frosti Sigurjónsson var meðal þátttakenda (23 mínútur):