Samanburður brotaforða og heildarforða

Krefjandi getur verið að ná góðri yfirsýn yfir brotaforðakerfið og heildarforðakerfið þannig að samanburðurinn verði skýr. Hér er kominn einblöðungur sem auðveldar samanburðinn og hjálpar til við að ná yfirsýn yfir skipulag og afleiðingar kerfanna. Góð hugmynd er t.d. að prenta einblöðunginn út og láta liggja frammi, til dæmis á kaffistofum.

Njótið og deilið!

Samanburður á brotaforða og tjodpeningum_Apríl2015

 

Peningakerfið þarf ekki að vera vandamál

Hver gjaldmiðill byggir á eigin peningakerfi, sem felur í sér:

1. Útgáfu peninga.
2. Með hvaða hætti peningar eru settir í umferð.
3. Hvernig peningar hverfa úr umferð.

Það peningakerfi sem við höfum átt að venjast hefur ekki reynst sérlega vel. Verðlag hefur verið óstöðugt, verðbólga mikil, vextir háir og skuldabyrði almennings og ríkis farið sívaxandi þrátt fyrir mikla framleiðslu og hagvöxt. Þessi vandamál eru að verulegu leiti til komin vegna þess að peningakerfið sjálft er í ólagi.

Betra peningakerfi er mögulegt og lausnin verið þekkt í áratugi. Lausnin felst í að hið opinbera sjái um útgáfu peninga í stað banka og að þeir verði ekki lengur lánaðir í umferð. Hugmyndir í þessa átt fóru hátt á fjórða áratug 20. aldar og gengu undir heitum eins og “The Chicago Plan” og “Full Reserve Banking”, sem mætti þýða sem heildarforðakerfi. Átakið Betra peningakerfi talar fyrir sambærilegu kerfi og Positive Money í Bretlandi og við nefnum Betra peningakerfi.

Í kjölfar kreppunar miklu í Bandaríkjunum settu nokkrir af fremstu hagfræðingum þess tíma fram tillögur að endurbótum á peningakerfinu en því miður komust þær ekki til framkvæmda. Skuldakreppan sem geisar nú hefur valdið því að hagfræðingar hafa á ný tekið brotaforðakerfið til endurskoðunar. Hagfræðingar hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum hafa nýlega sett slíkt fyrirkomulag inn í haglíkan sjóðsins til að kanna hvort það geti skilað árangri. Niðurstaða þeirra var að árangurinn væri jafnvel enn betri en hugmyndasmiðir þorðu að lofa á sínum tíma.

Hér á Íslandi gæti upptaka Betra peningakerfis lækkað ríkisskuldir um hundruði milljarða, dregið úr verðbólgu, lækkað vexti og dregið úr skuldasöfnun almennings og fyrirtækja. Áhættan er lítil því það er auðvelt að afturkalla umræddar breytingar ef þær skila ekki tilætluðum árangri.

Það ætti því að vera rík ástæða fyrir stjórnvöld að leggja vinnu í að skoða kosti Betra peningakerfis. Á þessari vefsíðu má fræðast um vanda peningakerfisins, lausnina, ávinninginn, og finna svör við algengum spurningum.