Bréf til hagræðingarhóps

Guðmundur Ásgeirsson kerfisfræðingur hefur sent eftirfarandi bréf til Hagræðingarhóps um ríkisfjármál.
Góðan dag.Mig langar að koma eftirfarandi ábendingu á framfæri við hagræðingarhóp um ríkisfjármál.

Þar sem stærsti einstaki útgjaldaliðurinn á fjárlögum eru vaxtagreiðslur, til að mynda voru þær tæpir 78 milljarðar á fjárlögum 2012 eða 14,3% af útgjöldum ríkissjóðs, hlýtur að koma til athugunar hvort stærsta einstaka hugsanlega hagræðingaraðgerðin gæti ef til vill falist í því að lækka vaxtagjöld ríkisins. Helst ætti ríkið reyndar alfarið að hætta því að greiða vexti, enda er engin þörf á að það geri það. En hvernig væri hægt að ná því fram? Til þess að nálgast svar við þeirri spurningu verður fyrst að skoða hvað vextir eru, eðli þeirra, og ekki síst hvert allar þessar vaxtagreiðslur renna. Með því að skoða það nánar er svo hægt að gera grein fyrir því hvernig ná mætti fram lækkun á vaxtagjöldum ríkisins. Nánar

Ben Dyson, talsmaður Positive Money flytur erindi í Hátíðasal HÍ

Mánudaginn 4. mars kl. 12:00 verður opinn fundur í Hátíðarsal Háskóla Íslands um ágalla núverandi peningakerfis og hvernig leysa má vandann með upptöku heildarforðakerfis. Á fundinum mun Ben Dyson, stofnandi Positive Money í Bretlandi og höfundur bókarinnar Modernising Money, flytja erindi um efnið og svara fyrirspurnum.

Aðrir Í pallborði verða:
Gylfi Zoëga, hagfræðingur,
Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur,
Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur og þingmaður.

Örstutt kynning á þátttakendum á fundinum:

  • Gylfi Zoega er prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
  • Frosti Sigurjónsson hefur kynnt og haldið uppi umræðu um hugmyndirnar um heildarforðakerfi víða undanfarið.
  • Lilja Mósesdóttir lagði fram þingsályktunartillögu um þetta efni sem hún mælti fyrir á Alþingi 7. nóvember sl.
  • Ben Dyson er einn stjórnarmanna Positive Money sem eru óháð félagasamtök sem einbeita sér að því að vekja athygli á tengslum núverandi peningakerfis og þeirra samfélagslegu, hagfræðilegu og umhverfislegu vandamála sem við stöndum frammi fyrir. Einkum og sér í lagi einbeita samtökin sér að þætti bankanna í peningasköpun sem lítið hefur verið til umfjöllunar.

Allir velkomnir!

Eftirfarandi aðilar standa að fundinum:
– Átakið Betra Peningakerfi (https://betrapeningakerfi.is/)
– Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (http://fvh.is/)
– Positive Money (http://positivemoney.org.uk/) og
– Samstaða (http://xc.is/)

Uppselt var á ráðstefnu Positive Money í London

Fullt var út að dyrum á ráðstefnu Positive Money í Conway Hall í London þann 26. janúar. Ben Dyson, sagði við það tilefni að nú væri ekki lengur deilt um aðbankar byggju til peninga úr engu. Hugmyndin um heildarforðakerfi væri að breiðast hratt út og nefndi skýrslu IMF hagfræðinga sem sönnun þess að hugmyndin væri að vekja athygli.

Ben sagði að nú væri áherslan á að ná “krítískum massa”. Nánar

Umsögn um stjórnarskrárfrumvarp og peningavaldið

Frosti SigurjónssonUmsögn Frosta Sigurjónssonar til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar 12. 12 2012:

Peningavaldið – Umsögn um frumvarp til stjórnarskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Þingskjal 510 – Mál nr. 415.

Með peningavaldi er átt við valdið til að búa til peninga, eða ígildi peninga, og setja í umferð.

Ógætileg meðferð peningavaldsins er vafalítið ein af höfuðástæðum hrunsins og má færa rök fyrir því að ný stjórnarskrá fjalli um peningavaldið og hvernig skuli koma í veg fyrir að því verði misbeitt. Nánar

Þræll bankans

Eftir Viðar H. Guðjohnsen – áður birt í Morgunblaðinu 17. nóvember 2012
Það eru yfir fjögur ár liðin frá kerfishruni alþjóðlega bankakerfisins og hruni íslensku bankanna.

Þó hefur Alþingi Íslendinga af einhverjum undarlegum ástæðum eytt meiri tíma í að rífast innbyrðis um hvort umbylta eigi stjórnarskránni, hvort umbylta eigi fiskveiðistjórnunarkerfinu, hvort afsala eigi sjálfstæðinu með inngöngu í Evrópusambandið eða hin og þessi mál er viðkoma ekki þeim kerfisgalla sem liggur bæði í banka- og peningakerfinu sem slíku. Nánar

Fram er komin tillaga til þingsályktunar um heildarforðakerfi

Í dag var lögð fram á Alþingi tillaga um aðskilnað peningamyndunar og útlánastarfsemi bankakerfisins. Flutningsmaður var Lilja Mósesdóttir. Í ræðu Lilju var meðal annars vísað til upplýsinga á vefsíðu átaksins Betra Peningakerfi. Því miður voru fáir þingmenn í salnum og enginn kvaddi sér hljóðs til að ræða tillöguna. Lilja á lof skilið fyrir að hafa komið þessu brýna máli á dagskrá þingsins.  Nánar

Samstaða vill afnema brotaforðakerfið

Samkvæmt frétt mbl.is hefur landsfundur Samstöðu, flokks velferðar og lýðræðis, hefur ályktað um að endurbætur á peningakerfinu.

„Aðskilnaður peningamyndunar og útlánastarfsemi bankakerfisins fari þannig fram að lögum verði breytt til að heimila Seðlabanka einum að búa til peninga hvort sem peningarnir eru úr pappír, málmi eða á rafrænu formi. Með þessari lagabreytingu færast hreinar vaxtekjur (vaxtatekjur af útlánum umfram vaxtagjöld af innlánum) að miklu leyti til Seðlabankans sem bankar hafa fram til þessa hagnast af.  Aðskilnaðurinn mun gefa Seðlabankanum betri stjórn á peningamagni í umferð og koma í veg fyrir að bankar búi til eignabólur með útlánastarfsemi sinni,“ segir í ályktun Samstöðu.

Óhætt er að segja að þessi ályktun Samstöðu sé í sama anda og þær endurbætur sem átakið Betra Peningakerfi berst fyrir og því ber að fagna.

Hér má lesa ályktun Samstöðu.