Aðstandendur

Starfi Betra peningakerfis er haldið uppi af ötulu sjálfboðaliðastarfi fjölbreytts hóps einstaklinga með brennandi áhuga á umbótunum. Meðal talsmanna eru eftirfarandi aðilar.

Frosti Sigurjónsson

Frosti Sigurjónsson

Frosti hefur verið einarður talsmaður umbóta í peningamálum undanfarin ár og þátttakandi í átakinu frá stofnun þess. Frosti er rekstrarhagfræðingur að mennt og hefur sinnt margvíslegum ábyrgðarstöðum í atvinnulífinu og verið þingmaður frá árinu 2013. Frosti hefur skrifað fjölda pistla og greina um peningamál og einnig skýrslu um umbætur í peningamálum Íslands en hún hefur vakið töluverða athygli utan Íslands.

Nánari upplýsingar um Frosta má finna á linkedin síðu hans og www.frostis.is.

 

Sigurvin B. Sigurjónsson

Sigurvin Bárður Sigurjónsson

Sigurvin er einn af stofnendum Betra peningakerfis og formaður félagsins. Hann hefur talað fyrir þjóðpeningakerfi í fjölda pistla og á fundum félagasamtaka og víðar.

Menntun: BSc í Viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri, löggilding í verðbréfamiðlun, MSc Quantitative Finance frá Cass Business School.
Reynsla: Verðbréfamiðlari hjá Íslenskum Verðbréfum 2005-2007, sérfræðingur á Ráðgjafarsviði KPMG frá 2008.

Nánari upplýsingar um Sigurvin má finna á linkedin síðu hans.

 

Siggi

Sigurður Ingi Pálsson

Sigurður er virkur þáttakandi í starfi Betra peningakerfis. Hann hefur tekið þátt í stefnumótun félagsins, hönnun vefsíðu og kynningum á Þjóðpeningakerfi.

Menntun: Kerfisfræðingur frá HR

Reynsla: Ýmis forritun og verkefnastýring 1998-2004, sendifulltrúi fyrir RKÍ í Indónesíu 2005-2006, sérfræðingur við tölvuendurskoðun KPMG 2006-2011, sérfræðingur við innri endurskoðun hjá Landsbankanum frá 2011.

 

 

Loftur

Loftur Már Sigurðsson

Loftur kemur að vinnslu efnis og hefur umsjón með samfélagsmiðlum átaksins.

Menntun: BSc í vörustjórnun frá Tækniskóla Íslands.

Reynsla: Sölustjóri á innanlandsdeild Eimskipafélags Íslands 2000 – 2006. Viðskiptastjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur frá 2006.

Nánari upplýsingar um Loft má finna á linkedin síðu hans og loftur.is/.

 

Halldór 1

Halldór Pálmi Bjarkason

Halldór er einn af stofnendum félagsins og hefur tekið þátt í mótun þeirra hugmynda sem félagið stendur fyrir.

Menntun: BSc í Viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri, MSc Mathematical Trading and Finance frá Cass Business School, vottaður fjármálagreinandi (CFA handhafi. Vottaður áhættugreinandi (PRM).

Reynsla: Valréttaviðskiptastjóri á Euronex markaðinum hjá Optiver 2006 – 2011. Eigandi og framkvæmdastjóri Wild Westfjords frá 2011.

Nánari upplýsingar um Halldór má finna á linkedin síðu hans.

 

GunnarJonsson

Albrecht Ehmann

Albrecht er virkur þátttakandi í starfi Betra peningakerfis. Hann er höfundur pistla um peninga- og lýðræðismál og hefur tekið að sér að vera milligöngumaður við þýskumælandi samherja í baráttunni um betra peningakerfi í Þýskalandi, Austurríki og Sviss.

Menntun: Viðskiptafræðingur (Diplom-Kaufmann) frá Háskólanum í Würzburg í Þýskalandi.

Reynsla: Fyrrverandi deildarstjóri og sérfræðingur í atvinnurekstrardeild Skattstjóra Reykjanesumdæmis og seinna RSK.