Ábendingar til vísindavefur.is og spyr.is

Kennimerki EnglandsbankaEnglandsbanki hefur með grein sinni “Money creation in the modern economy” tekið af allan vafa um hvernig peningar verða til og hver völd einkabanka eru í því samhengi. Lýsing Englandsbanka er ekki í samræmi við það sem almennt hefur verið samþykkt. Hér verða tekin tvö dæmi þar sem lýsingar á síðum spyr.is og vísindavefur.is voru ekki í samræmi við lýsingar Englandsbanka í veikamiklum atriðum. Í tilfellum beggja ábendinga er geta bankakerfisins til þess að stýra peningamagni (og um leið skuldsetningu þjóðarinnar og tekjugrunni sínum) vanmetin. Þessi atriði skipta því verulegu máli í allri umræðu um kerfið. Ábendingar þessa efnis hafa verið sendar til umsjónarmanna vefjanna.

Taka skal fram að neðangreindar ábendingar fela ekki í sér ádeilu á pistlahöfunda spyr.is eða vísindavefur.is. Skilningur þeirra er í samræmi við það sem hefur verið almennt samþykkt meðal hagfræðinga. Hins vegar er réttur skilningur á virkni núverandi peningakerfis grundvöllur umræðu um ágalla þess og hvaða breytingar geta hentað hagkerfinu og þjóðfélaginu betur. Því er neðangreindum ábendingum komið á framfæri með von um að efnisleg umræða fari fram um þessi atriði.

Ábending 1: Hvernig peningar koma í umferð

Almennt hefur verið álitið að ný innlán (peningar) verði til þegar bankar láni út innlán sín sem skili sér aftur að hluta til bankanna í formi nýrra innlána, sem unnt er að lána út að nýju og svo framvegis, sbr. lýsingu spyr.is:

Þótt peningar fari út í hagkerfið í gegnum viðskipti seðlabankans er sagan þó aðeins flóknari.  Þannig geta innlán bankanna myndað útlánagetu sem að öllum líkindum leiðir til aukinna útlána.  ,,Það útlán myndi síðan leiða til nýs innláns og aukningar seðla í umferð og það innlán myndi leiða til nýs útlán og þannig koll af kolli.”

Vísindavefur.is tekur í sama streng:

Ef seðlabanki lætur aukið magn af seðlum og mynt í umferð þá eykst innstæða á margs konar reikningum mun meira vegna svokallaðra margfeldisáhrifa. Það gerist til dæmis vegna þess að þegar einn aðili leggur fé inn á bankareikning þá lánar bankinn hluta fjárins út aftur. Sá sem fær féð að láni eða viðskiptavinir hans leggja svo aftur einhvern hluta þess sem þeir fá inn á bankareikninga. Það fé er svo aftur lánað út og þannig koll af kolli. 

Samkvæmt grein Englandsbanka skapa bankar hins vegar ný innlán um leið og þeir veita ný lán (bls. 2):

This article explains how, rather than banks lending out deposits that are placed with them, the act of lending creates deposits — the reverse of the sequence typically described in textbooks.

Ábending 2: Hvernig peningamagni er stýrt

Á spyr.is er peningamargfaldaranum lýst, sem finna má í flestöllum kennslubókum í hagfræði og hefur verið álitinn lykilatriði við stjórnun peningamagns:

Sé kvöð á viðskiptabönkum að halda lausafjárforða vegna innlána eða krafa um að leggja tiltekinn hluta hvers innláns inn í seðlabanka (bindiskylda) myndi það sem hægt væri að lán út í hverri umferð minnka sem því næmi.  Þetta er hinn svokallaði peningamargfaldari sem endurspeglar getu viðskiptabankanna til þess að auka peninga í umferð, peninga í skilningi samtölu seðla og myntar og innlána.  Sú margföldun byggir þó ávalt á aukningu sem í upphafi kemur frá seðlabankanum sjálfum. 

Þetta er í samræmi við lýsingu vísindavefur.is, þar sem tekið er dæmi um kerfi þar sem 10% bindiskylda er við lýði:

Seljendur gæðanna leggja peningana annaðhvort inn á bankareikning eða kaupa enn önnur gæði og þannig koll af kolli. Ef einstaklingar og fyrirtæki auka ekki seðlaeign sína vegna þessa hljóta innstæður í Bankanum á endanum einnig að aukast um sömu upphæð. Af þeirri upphæð leggur Bankinn tíu milljónir inn á reikning sinn í Seðlabankanum eins og honum er skylt og lánar viðskiptavinum sínum afganginn, níutíu milljónir. Þeir nota þessar níutíu milljónir í kaup á margs konar gæðum eða leggja þær inn á bankareikninga eins og áður og innlegg í Bankanum aukast um níutíu milljónir. Af þeirri upphæð fara níu milljónir inn á reikning í Seðlabankanum en útlán aukast um 81 milljón. Þannig heldur ferlið áfram og í hverjum hring eykst peningamagn um 90% af því, sem það jókst um í næsta hring á undan. Hægt er að sýna fram á að á endanum hefur peningamagn aukist um einn milljarð. Heildaraukningin fæst með því að deila upp í upprunalegu peningamagnsaukninguna, 100 milljónir, með bindiskylduhlutfallinu, 10% eða 0,1, samanber: 100.000.000/0,1 = 1.000.000.000.

Hér er gengið út frá því að seðlabanki stýri peningamagni með peningamargfaldaranum og magni innlána viðskiptabanka hjá seðlabankanum. Samkvæmt grein Englandsbanka geta seðlabankar hins vegar hvorki, né reyna, stýrt peningamagni með þessum hætti, þar sem viðskiptabankar stýra magni innlána á viðskiptareikningum sínum hjá seðlabankanum. Eftirspurn þeirra eftir innlánum veltur hins vegar á stýrivöxtum (inngangur á síðu 2):

In reality, neither are reserves a binding constraint on lending, nor does the central bank fix the amount of reserves that are available. As with the relationship between deposits and loans, the relationship between reserves and loans typically operates in the reverse way to that described in some economics textbooks. Banks first decide how much to lend depending on the profitable lending opportunities available to them — which will, crucially, depend on the interest rate set by the Bank of England. It is these lending decisions that determine how many bank deposits are created by the banking system. The amount of bank deposits in turn influences how much central bank money banks want to hold in reserve (to meet withdrawals by the public, make payments to other banks, or meet regulatory liquidity requirements), which is then, in normal times, supplied on demand by the Bank of England.