Eru peningar rót okkar helstu vandamála?

Núverandi peningakerfi felur í sér að bankarnir búa til nánast allt peningamagnið með lánveitingum sínum. Þetta fyrirkomulag hefur í för með sér háar skuldir, mikinn óstöðugleika og fleiri efnahagsleg vandamál.

Betra peningakerfi eru félagasamtök sem tala fyrir lausn á þessum grundvallargalla peningakerfisins sem felst í að hið opinbera sjái um útgáfu peninga í stað banka og að þeir verði ekki lengur lánaðir í umferð heldur settir í umferð í gegnum ríkisútgjöld. Þannig nýtur þjóðin öll útgáfu nýrra peninga í nýju kerfi, í stað bankanna undir núverandi kerfi. Því tölum við um upptöku þjóðarpeninga (e. sovereign money) í stað bankapeninga (e. commerical bank money).

Hér á Íslandi gæti upptaka þjóðarpeninga lækkað ríkisskuldir um hundruði milljarða, dregið úr verðbólgu, lækkað vexti og lækkað skuldir almennings og fyrirtækja.

Það ætti því að vera rík ástæða fyrir stjórnvöld að leggja vinnu í að skoða kosti upptöku þjóðarpeninga. Á þessari vefsíðu má fræðast um vanda peningakerfisins, lausninaávinninginn, og finna svör við algengum spurningum.

Kynntu þér málið nánar í kynningarmyndböndum okkar: