Vel heppnaður fundur um þjóðpeningakerfi

Betra peningakerfi 1Húsfylli, um 70 manns, var á opnum fundi um þjóðpeningakerfið sem haldinn var í gærkvöldi á efri hæð Sólon. Frosti Sigurjónsson, þingmaður og höfundur nýútkominnar skýrslu um brotaforðakerfið og möguleika til úrbóta á því, hélt erindi þar sem hann fór vandlega yfir efni hennar. Frosti fór einnig yfir hagsögu Íslands undanfarin 50 ár og hversu illa núverandi kerfi hefur gengið að stýra peningamagni í umferð. Í máli Frosta kom fram að sama hversu illa mönnum tækist til við að koma á þjóðpeningakerfi, þá væri nýtt kerfi alltaf miklu betra en það sem við höfum í dag. Mjög skemmtileg stemming var á fundinum og greinilegt að mikill hugur er í mönnum að fá fram aukna umræðu um efnið og að taka upp þjóðpeningakerfi.

Við hvetjum alla til að kynna sér skýrsluna vel því hún fjallar um mál sem koma okkur öllum við, eða peningana okkar.