Uppselt var á ráðstefnu Positive Money í London

Fullt var út að dyrum á ráðstefnu Positive Money í Conway Hall í London þann 26. janúar. Ben Dyson, sagði við það tilefni að nú væri ekki lengur deilt um aðbankar byggju til peninga úr engu. Hugmyndin um heildarforðakerfi væri að breiðast hratt út og nefndi skýrslu IMF hagfræðinga sem sönnun þess að hugmyndin væri að vekja athygli.

Ben sagði að nú væri áherslan á að ná “krítískum massa”.

Hér er stutt viðtal við Miriam Morris, campaign director hjá Positive Money.

Hér eru nokkrir punktar úr erindi Ben Dyson um útfærslu lausnarinnar:

“Hvernig breytum við þessu? Við höfum lausnina. Ben Dyson útskýrði eftirfarandi skref:

  1. Við afnemum vald banka til að búa til peninga.
  2. Við skilum peningavaldinu til gagnsærrar og ábyrgrar stofnunar.
  3. Við búum til peninga án skuldsetningar. Í núverandi kerfi eru nær allir peningar myndaðir með útlánum (skuldum). Það sem við þurfum eru minni skuldir og meiri peningar – sem er ekki mögulegt í núverandi kerfi. En í heildarforðakerfi er peningamyndun aðskilin frá lánastarfsemi. Það verður mögulegt að draga úr skuldum um leið og nýjir peningar verða til, sé þess þörf.
  4. Við búum til peninga aðeins þegar verðbólga er lág og stöðug. Undir núverandi kerfi skapa einkabankar sífellt meiri peninga og eignabólu.
  5. Við getum sett þessa nýju peninga í umferð sem greiðslu fyrir ríkisútgjöld, lækka skatta, greiða niður ríkisskuldir, eða með öðrum leiðum.
  6. Umbæturnar krefjast þess einnig að bankar upplýsi hvar þeir fjárfesta peninga viðskiptavina sinna, sem gefur viðskiptavinum betri yfirsýn og áhrif í ákvörðunum.”