Alþingismál vekur athygli erlendis

Tillaga Lilju Mósesdóttur um að fela sérfræðinganefnd að skoða leiðir til að aðskilja peningamyndun og útlánastarfsemi hefur vakið athygli erlendis.

Í gær rann út frestur til að skila inn umsögnum um tillöguna. Tólf umsagnir bárust, helmingurinn kom frá erlendum hagfræðingum eða átakshópum sem berjast fyrir umbótum á peningakerfinu.Níu af tólf umsögnum lýstu eindregnum stuðningi við tillöguna en aðeins þrír umsagnaraðilar töldu ekki tilefni til að setja á fót sérfræðinganefnd.

Umsagnirnar eru allar mjög fróðlegar. Vinir okkar hjá PositiveMoney hafa greinilega lagt mikla vinnu í að gera umsögn sína vandaða. Hér má lesa umsögn Positive Money. Einnig er mjög vönduð umsögn Dr. Joseph Huber heiðursforseti í hagrænni félagsfræði hjá Martin-Luther háskólanum í Þýskalandi, enda á Dr. Huber heiðurinn af þeirri útfærslu heildarforðakerfis sem nýtur mestrar hylli í dag. Nú svo má líka mæla með frábærri umsögn Dr. Mark Joób sem er heiðursprófessor í hagfræði hjá háskólanum í Vestur-Ungverjalandi.

Hér er svo hægt að hlaða niður öllum umsögnunum af vef Alþingis.