Samstaða vill afnema brotaforðakerfið

Samkvæmt frétt mbl.is hefur landsfundur Samstöðu, flokks velferðar og lýðræðis, hefur ályktað um að endurbætur á peningakerfinu.

„Aðskilnaður peningamyndunar og útlánastarfsemi bankakerfisins fari þannig fram að lögum verði breytt til að heimila Seðlabanka einum að búa til peninga hvort sem peningarnir eru úr pappír, málmi eða á rafrænu formi. Með þessari lagabreytingu færast hreinar vaxtekjur (vaxtatekjur af útlánum umfram vaxtagjöld af innlánum) að miklu leyti til Seðlabankans sem bankar hafa fram til þessa hagnast af.  Aðskilnaðurinn mun gefa Seðlabankanum betri stjórn á peningamagni í umferð og koma í veg fyrir að bankar búi til eignabólur með útlánastarfsemi sinni,“ segir í ályktun Samstöðu.

Óhætt er að segja að þessi ályktun Samstöðu sé í sama anda og þær endurbætur sem átakið Betra Peningakerfi berst fyrir og því ber að fagna.

Hér má lesa ályktun Samstöðu.