Lagt til að þingsályktunartillaga í 239. máli verði samþykkt!

 

Alþingi logo

Okkur er mikil ánægja að tilkynna að á mánudaginn lagði efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til að þingsályktunartillaga Lilju Mósesdóttur um aðskilnað peningamyndunar og útlánastarfsemi bankakerfisins yrði samþykkt. Tillagan tók breytingum í meðförum nefndarinnar og hljóðar nú svo:

“Alþingi ályktar að fela fjármála- og efnahagsráðherra að skipa nefnd sérfræðinga til að kanna kosti og galla þess að færa peningamyndun frá viðskiptabönkum til Seðlabanka Íslands. Nefndin ljúki störfum eins fljótt og kostur er og ráðherra skili skýrslu til Alþingis um niðurstöður nefndarinnar innan mánaðar frá því að hún lýkur störfum.”

Hér er um áfanga að ræða sem ástæða er að gleðjast yfir. Þá er bara að vona að þetta gríðarlega mikilvæga mál klárist fyrir þinglok.

Hér má finna feril málsins og hér má finna innsend erindi og umsagnir vegna þingsályktunartillögunnar.