Grikkir næsta fórnarlamb

GrikklandSett voru á fjármagnshöft árið 2013 á Kýpur sem aðeins nýlega hefur verið unnt að losa. Nú eru Grikkir að grípa til sömu ráðstafana. Af hverju? Fólk og fyrirtæki eru að breyta bankapeningunum sínum (innlánum) í seðlabankapeninga (seðla og mynt) með auknum hraða þar sem það treystir ekki bönkunum og/eða treystir ekki að það geti nálgast þá í framtíðinni. Bankaáhlaupið á Kýpur hafði þær afleiðingar að bankar voru lokaðir í tvær vikur og takmarkanir voru á peningaúttektir í 2 ár. Nú hefur verið tilkynnt um lokun grískra banka til a.m.k. 7. júlí. Í kjölfar þess verða væntanlega sett á fjármagnshöft í formi hámarka á peningaúttektir.

Grunnorsök þessa er að innlánin sem við notum sem peninga eru skuldir viðskiptabanka. Viðskiptabankarnir geta lent í lausafjárvandræðum og reiða sig þá á lánafyrirgreiðslur seðlabanka, líkt og grískir bankar reiða sig á evrópska seðlabankann nú. Undir þjóðpeningakerfi verða peningar raftákn sem seðlabanki heldur utan um en er ekki skuldbinding neins. Því verður engin hætta á bankaáhlaupum undir þjóðpeningakerfi líkt og við höfum séð svo víða um heim frá árinu 2008.

Frétt RÚV um málið.

Úttekt Zerohedge um málið.

Vakt The Guardian á málinu.