Breska þingið ræðir peningasköpun 20. nóv.

british-parliamentÍ dag bárust þau stórtíðindi að þriggja klukkustunda umræður um “peningasköpun og samfélagið” muni fara fram á breska þinginu þann 20. nóvember. Þetta verður í fyrsta skipti í 170 ár sem umræður verða um peningasköpun á þessum vettvangi.

Umræðurnar eru að frumkvæði eftirfarandi þverpólitísks hóps þingmanna:

  • Steve Baker (Íhaldsflokkurinn)
  • Caroline Lucas (Græningjaflokkurinn)
  • Michael Meacher (Verkamannaflokknum)
  • Douglas Carswell (Breski sjálfstæðisflokkurinn)
  • David Davis (Íhaldsflokkurinn)

Systursamtök Betra peningakerfis á Bretlandi, Positive Money, hafa lengi talað fyrir að málefni peningasköpunar verði tekin upp á þinginu og er því sérstaklega ánægjulegt að sjá þessum áfanga náð. Þá er um gott tækifæri fyrir breska þingmenn að ræða, en samkvæmt nýlegri könnun telja 7 af hverjum 10 þingmönnum aðeins ríkisvaldið hafa heimild til þess að skapa nýja peninga.

Við munum fylgjast spennt með framvindunni og hlökkum til að flytja fréttir af umræðunum.