Ben Dyson, talsmaður Positive Money flytur erindi í Hátíðasal HÍ

Mánudaginn 4. mars kl. 12:00 verður opinn fundur í Hátíðarsal Háskóla Íslands um ágalla núverandi peningakerfis og hvernig leysa má vandann með upptöku heildarforðakerfis. Á fundinum mun Ben Dyson, stofnandi Positive Money í Bretlandi og höfundur bókarinnar Modernising Money, flytja erindi um efnið og svara fyrirspurnum.

Aðrir Í pallborði verða:
Gylfi Zoëga, hagfræðingur,
Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur,
Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur og þingmaður.

Örstutt kynning á þátttakendum á fundinum:

  • Gylfi Zoega er prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
  • Frosti Sigurjónsson hefur kynnt og haldið uppi umræðu um hugmyndirnar um heildarforðakerfi víða undanfarið.
  • Lilja Mósesdóttir lagði fram þingsályktunartillögu um þetta efni sem hún mælti fyrir á Alþingi 7. nóvember sl.
  • Ben Dyson er einn stjórnarmanna Positive Money sem eru óháð félagasamtök sem einbeita sér að því að vekja athygli á tengslum núverandi peningakerfis og þeirra samfélagslegu, hagfræðilegu og umhverfislegu vandamála sem við stöndum frammi fyrir. Einkum og sér í lagi einbeita samtökin sér að þætti bankanna í peningasköpun sem lítið hefur verið til umfjöllunar.

Allir velkomnir!

Eftirfarandi aðilar standa að fundinum:
– Átakið Betra Peningakerfi (http://betrapeningakerfi.is/)
– Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (http://fvh.is/)
– Positive Money (http://positivemoney.org.uk/) og
– Samstaða (http://xc.is/)