Peningagaldur—Hvernig bankarnir skapa sér auð úr engu

Eftir Jóhannes Björn, birtist áður í bók hans Falið vald.

Áratugum saman hefur almenningur á Íslandi og annars staðar horft með vaxandi undrun á útþenslu bankakerfisins. Við höfum orðið vitni að hvernig bankar, sem margir hverjir hafa byrjað með rýra sjóði og búið við þröngan húsakost, hafa á nokkrum árum unnið sig upp í að verða stórveldi með tug- og hundruð milljarða veltu—skartandi háhýsum og útibúum út um allar jarðir. Við höfum einnig orðið vitni gegn vöxtum. Bankarnir lána síðan þessa sömu peninga gegn hærri vöxtum. Mismunurinn er álagning bankans. Einfalt? Nánar

Brotaforðakerfi í molum

Frosti Sigurjónsson skrifar

Sífelldar upp- og niðursveiflur á fjármálamörkuðum vekja grun um að fjármálakerfið sé í raun óstöðugt í eðli sínu. Góðu fréttirnar eru að það er hægt að gera það stöðugra með einföldum hætti. Nánar

Skýrsla Seðlabankans um valkosti í gjaldmiðils- og gengismálum

Á mánudaginn kynnti Seðlabankinn skýrslu um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum. Niðurstaða skýrslunnar, sem er 623 blaðsíður, er í meginatriðum sú að valið standi á milli aðildar að myntbandalagi í framhaldi af inngöngu í ESB, eða íslenskrar krónu með sterkari umgjörð. Ýmsir aðrir kostir eru skoðaðir en þeir taldir lakari, þar á meðal einhliða upptaka annara gjaldmiðla.

Fram kemur að Seðlabankinn haldi áfram vinnu sem miði að styrkingu umgjarðar um krónuna, enda alls óvíst hvort þjóðin kjósi aðild að ESB. Ekki kemur fram í skýrslunni hvort Seðlabankinn hyggist skoða kosti heildarforðakerfis.

Betra peningakerfi fær nýtt merki og útlit

Ólöf Baldursdóttir, grafískur hönnuður, annar eigenda auglýsinga og hönnunarstofunnar 99 DESIGN í Stokkhólmi, hefur hannað vandað merki og útlit fyrir átakið Betra Peningakerfi. Merkið byggist á upphafsbókstöfum orðanna betra og peningakerfis, b og p og peningi.

Ólöf Baldursdóttir og 99 DESIGN gefa vinnuna við hönnun merkisins og útlits sem framlag til átaksins. Betra peningakerfi færir Ólöfu og 99 DESIGN bestu þakkir fyrir. Nánar

Niðurstaða hagfræðinga AGS: Chicago áætlunin virkar

Frosti Sigurjónsson skrifar:

Í byrjun ágúst, 2012 kom út skýrsla (Working Paper) frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum “The Chicago Plan Revisited” en hún fjallar um endurbætur á fjármálakerfinu sem Irving Fisher og fleiri lögðu fram í kjölfar kreppunnar miklu.

Skýrsluhöfundar, Benes og Kumhof, setja tillögur Fishers upp í fullkomið haglíkan til að greina afleiðingar þeirra, og komast að þeirri niðurstöðu að endurbæturnar geti einmitt skilað þeim árangri sem Fisher spáði um og gott betur. Nánar

Peningakerfið þarf ekki að vera vandamál

Hver gjaldmiðill byggir á eigin peningakerfi, sem felur í sér:

1. Útgáfu peninga.
2. Með hvaða hætti peningar eru settir í umferð.
3. Hvernig peningar hverfa úr umferð.

Það peningakerfi sem við höfum átt að venjast hefur ekki reynst sérlega vel. Verðlag hefur verið óstöðugt, verðbólga mikil, vextir háir og skuldabyrði almennings og ríkis farið sívaxandi þrátt fyrir mikla framleiðslu og hagvöxt. Þessi vandamál eru að verulegu leiti til komin vegna þess að peningakerfið sjálft er í ólagi.

Betra peningakerfi er mögulegt og lausnin verið þekkt í áratugi. Lausnin felst í að hið opinbera sjái um útgáfu peninga í stað banka og að þeir verði ekki lengur lánaðir í umferð. Hugmyndir í þessa átt fóru hátt á fjórða áratug 20. aldar og gengu undir heitum eins og “The Chicago Plan” og “Full Reserve Banking”, sem mætti þýða sem heildarforðakerfi. Átakið Betra peningakerfi talar fyrir sambærilegu kerfi og Positive Money í Bretlandi og við nefnum Betra peningakerfi.

Í kjölfar kreppunar miklu í Bandaríkjunum settu nokkrir af fremstu hagfræðingum þess tíma fram tillögur að endurbótum á peningakerfinu en því miður komust þær ekki til framkvæmda. Skuldakreppan sem geisar nú hefur valdið því að hagfræðingar hafa á ný tekið brotaforðakerfið til endurskoðunar. Hagfræðingar hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum hafa nýlega sett slíkt fyrirkomulag inn í haglíkan sjóðsins til að kanna hvort það geti skilað árangri. Niðurstaða þeirra var að árangurinn væri jafnvel enn betri en hugmyndasmiðir þorðu að lofa á sínum tíma.

Hér á Íslandi gæti upptaka Betra peningakerfis lækkað ríkisskuldir um hundruði milljarða, dregið úr verðbólgu, lækkað vexti og dregið úr skuldasöfnun almennings og fyrirtækja. Áhættan er lítil því það er auðvelt að afturkalla umræddar breytingar ef þær skila ekki tilætluðum árangri.

Það ætti því að vera rík ástæða fyrir stjórnvöld að leggja vinnu í að skoða kosti Betra peningakerfis. Á þessari vefsíðu má fræðast um vanda peningakerfisins, lausnina, ávinninginn, og finna svör við algengum spurningum.